Ráð til að hætta að trumpast Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis. Þessi hugsun skákar í því skjóli að vera annt um velferð þína en það eina sem hún áorkar er hatur og andvökunætur. Hún nærir eitthvað illt sem aldrei fær nóg. Hún er af sama toga og sú sem segir þér að klóra þér í sárinu. Einsog í því tilfelli má finna tímabundna fró með því að láta undan henni en til lengri tíma veldur það vanlíðan. Hafir þú hinsvegar styrk til að leiða hana hjá þér geturðu losnað við kláða og hatur. Donald Trump er einn af holdgervingum þessarar púkalegu hugsunar. Hann ýfir upp gremju vegna framkomu hálfs heimsins gagnvart sínu fólki og nú er komið að því að jafna metin með stórkallalegum hætti. Í stað þess að leiða falsspámanninn hjá sér hafa nægilega margir tekið ófagnaðarerindinu og klóra sér nú í særðu þjóðarstoltinu. Mér verður hugsað til dæmisögu einnar sem segir af vitrum indjána sem sagði við dreng að innra með hverri manneskju væru tveir ernir sem öttu kappi. Annar væri grimmur, gráðugur og hatursfullur en hinn spakur og kærleiksríkur. Drengurinn spurði náttúrlega hver myndi vinna. „Sá sem þú fæðir,“ svaraði vitringurinn. Heimurinn býður uppá næg tækifæri til að næra hatur og græðgi með því að láta glepjast af púkalegum hugsunum og binda trúss sitt við holdgervinga þeirra. Sá örn er hinsvegar orðinn æði stór og alls óvíst hversu lengi í viðbót heimurinn hefur efni á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis. Þessi hugsun skákar í því skjóli að vera annt um velferð þína en það eina sem hún áorkar er hatur og andvökunætur. Hún nærir eitthvað illt sem aldrei fær nóg. Hún er af sama toga og sú sem segir þér að klóra þér í sárinu. Einsog í því tilfelli má finna tímabundna fró með því að láta undan henni en til lengri tíma veldur það vanlíðan. Hafir þú hinsvegar styrk til að leiða hana hjá þér geturðu losnað við kláða og hatur. Donald Trump er einn af holdgervingum þessarar púkalegu hugsunar. Hann ýfir upp gremju vegna framkomu hálfs heimsins gagnvart sínu fólki og nú er komið að því að jafna metin með stórkallalegum hætti. Í stað þess að leiða falsspámanninn hjá sér hafa nægilega margir tekið ófagnaðarerindinu og klóra sér nú í særðu þjóðarstoltinu. Mér verður hugsað til dæmisögu einnar sem segir af vitrum indjána sem sagði við dreng að innra með hverri manneskju væru tveir ernir sem öttu kappi. Annar væri grimmur, gráðugur og hatursfullur en hinn spakur og kærleiksríkur. Drengurinn spurði náttúrlega hver myndi vinna. „Sá sem þú fæðir,“ svaraði vitringurinn. Heimurinn býður uppá næg tækifæri til að næra hatur og græðgi með því að láta glepjast af púkalegum hugsunum og binda trúss sitt við holdgervinga þeirra. Sá örn er hinsvegar orðinn æði stór og alls óvíst hversu lengi í viðbót heimurinn hefur efni á honum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun