Já 360° bílinn myndar um allt land í sumar Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 10:08 Notaður verður Toyota Yaris Hybrid bíll við mydatökurnar í sumar og hér sést Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins aka honum frá Toyota í Kauptúni. Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já í samstarfi við Toyota taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan bíl, Toyota Yaris Hybrid 2017 árgerð, sem verður notaður við myndatökurnar. Já- bíllinn mun keyra um allt landið í sumar og munu ferðir hans verða kolefnisjafnaðar. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum í júní síðan verður hann á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfirðum og á Vesturlandi í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Kortavefurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur frá upphafi verið þróaður í samvinnu við notendur og viðskiptavini. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum. „Okkur finnst ánægjulegt að Já skuli hafa valið Yaris Hybrid til að fara í þessa ferð um landið í sumar. Yaris nýtur mikilla vinsælda hjá landsmönnum og hentar jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum í fjölbreytt verkefni,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Notendur Já, íslenskir sem erlendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notkun snjallsíma þá hefur notkun kortavefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef Já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði. „Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu náttúruperlurnar og heimsækja afskekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmyndun. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu Já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“ segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins. „Notkunin á kortavefnum er búin að aukast mikið og það var kominn tími á að uppfæra myndirnar á kortavefnum okkar enda myndgæðin orðin mun betri núna. Á síðustu hringferð voru teknar um 1 milljón mynda og það er líklegt að þær verði fleiri í þessari ferð. Fyrirhugað er að nýju myndirnar birtist á vefnum í haust,” segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já. Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já í samstarfi við Toyota taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan bíl, Toyota Yaris Hybrid 2017 árgerð, sem verður notaður við myndatökurnar. Já- bíllinn mun keyra um allt landið í sumar og munu ferðir hans verða kolefnisjafnaðar. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum í júní síðan verður hann á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfirðum og á Vesturlandi í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Kortavefurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur frá upphafi verið þróaður í samvinnu við notendur og viðskiptavini. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum. „Okkur finnst ánægjulegt að Já skuli hafa valið Yaris Hybrid til að fara í þessa ferð um landið í sumar. Yaris nýtur mikilla vinsælda hjá landsmönnum og hentar jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum í fjölbreytt verkefni,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Notendur Já, íslenskir sem erlendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notkun snjallsíma þá hefur notkun kortavefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef Já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði. „Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu náttúruperlurnar og heimsækja afskekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmyndun. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu Já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“ segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins. „Notkunin á kortavefnum er búin að aukast mikið og það var kominn tími á að uppfæra myndirnar á kortavefnum okkar enda myndgæðin orðin mun betri núna. Á síðustu hringferð voru teknar um 1 milljón mynda og það er líklegt að þær verði fleiri í þessari ferð. Fyrirhugað er að nýju myndirnar birtist á vefnum í haust,” segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já.
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent