Merking(arleysi) María Rún Bjarnadóttir skrifar 9. júní 2017 07:00 Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður. Það eyddist ekki eins og allt hitt í sprengingunni. Konan náði ekki alveg af hverju. Frá bakkanum sást vel yfir í friðargarðinn hinum megin við ánna. Konan var að hugsa um að staður sem fagnar friði væri betri landnýting en hergagnaframleiðslan sem sprengjan eyddi. Hún var líka að berjast við innri ótta um að það væri kannski lygi í túristabókunum að svæðið væri nú hættulaust vegna geislavirkni og varð mjög áhyggjufull yfir að hafa sett börnin í hættu með þessari ævintýraþrá. Það væri örugglega líka fallegur árbakki á Mallorca sem hefði verið fínn fyrir fjölskyldufrí. Þögnin var rofin þegar tveir ungir menn stigu af hjólum undir brúnni yfir ána. Þeir tóku upp gítara og sungu endurtekið og án hlés lagið „Don’t look back in anger“ með bræðrabandinu Oasis. Þeir voru enn að þegar ísinn kláraðist og fjölskyldan stóð upp frá árbakkanum. Þetta rifjaðist upp fyrir konunni þegar hún sá í vikunni heimsfræga tónlistarmenn flytja sama lag á samstöðutónleikum vegna árásanna í Manchester. Lag bræðra sem ekki hafa talast við í áraraðir er allt í einu sameiningarsöngur. Í huga konunnar líka friðarsöngur eftir upplifunina í Japan. Höfundurinn hins vegar man ekki um hvað textinn er, hann var svo illa dópaður þegar hann samdi hann. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður. Það eyddist ekki eins og allt hitt í sprengingunni. Konan náði ekki alveg af hverju. Frá bakkanum sást vel yfir í friðargarðinn hinum megin við ánna. Konan var að hugsa um að staður sem fagnar friði væri betri landnýting en hergagnaframleiðslan sem sprengjan eyddi. Hún var líka að berjast við innri ótta um að það væri kannski lygi í túristabókunum að svæðið væri nú hættulaust vegna geislavirkni og varð mjög áhyggjufull yfir að hafa sett börnin í hættu með þessari ævintýraþrá. Það væri örugglega líka fallegur árbakki á Mallorca sem hefði verið fínn fyrir fjölskyldufrí. Þögnin var rofin þegar tveir ungir menn stigu af hjólum undir brúnni yfir ána. Þeir tóku upp gítara og sungu endurtekið og án hlés lagið „Don’t look back in anger“ með bræðrabandinu Oasis. Þeir voru enn að þegar ísinn kláraðist og fjölskyldan stóð upp frá árbakkanum. Þetta rifjaðist upp fyrir konunni þegar hún sá í vikunni heimsfræga tónlistarmenn flytja sama lag á samstöðutónleikum vegna árásanna í Manchester. Lag bræðra sem ekki hafa talast við í áraraðir er allt í einu sameiningarsöngur. Í huga konunnar líka friðarsöngur eftir upplifunina í Japan. Höfundurinn hins vegar man ekki um hvað textinn er, hann var svo illa dópaður þegar hann samdi hann. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun