9.300 starfsmenn Volkswagen taka snemmbúnu eftirlaunatilboði Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 10:54 Talsverð fækkun verður í fjölda starfsfólks Volkswagen í kjölfarið. Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent
Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent