Var hann einn besti leikmaður FH-liðsins sem náði í tvígang að svara í Valshöllinni eftir tap í Kaplakrika en þegar komið var að úrslitastund voru það Valsmenn sem höfðu sterkari taugar og urðu meistarar.
Átti hann einmitt sína bestu leiki í Valshöllinni en hann var með níu og átta mörk í leikjunum sem fóru fram á heimavelli Vals en hann var aðeins með þrjú mörk í þriðja leik liðanna og fjögur mörk í dag.
Var hann samkvæmt tölfræðiútreikning HB Statz besti leikmaður einvígisins en hann var með 6,2 mark að meðaltali í leik ásamt því að gefa 3,4 stoðsendingu og fiska 1,2 víti.
Besti leikmaður einvígis Vals og FH er Gísli Þorgeir með 8.9 í meðaleinkunn #handbolti #olisdieldin #MVP pic.twitter.com/YY096zyIpE
— HBStatz (@HBSstatz) May 21, 2017