Samþykktu að auka ekki framleiðslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Svartagullið mun halda áfram að flæða á sama tempói. vísir/epa Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46