Verður Tucson annar N-bíll Hyundai? Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2017 10:36 Hyundai Tucson. Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent
Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent