Verður Tucson annar N-bíll Hyundai? Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2017 10:36 Hyundai Tucson. Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent
Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent