Þegar bleikjan gefur sig ekki er flundra í matinn Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2017 14:23 Flundra er herramanns matur Þeir sem hafa veitt í Hraunsfirði þekkja vel til flundrunnar enda getur verið mikið af henni við útfallið og flestum veiðimönnum finnst það lítið spennandi. Við fengum þó smá skeyti frá tveimur veiðimönnum sem kíktu í Hraunsfjörð á sunnudaginn og þrátt fyrir góða ástundun gekk þeim ekki vel að ná í bleikju en hún var að sögn mjög langt úti og greinilega í nægu æti. "Við ákváðum þegar við vorum búnir að berja vel og lengi með flugunni að kíkja við stíflu og settum maðk á sökku til að sj´hvort við næðum bleikju þannig en það fór nú ekki alveg eins og við reiknuðum með. Við fengum enga bleikju en aftur á móti átta flundrur sem við skelltum á grillið um kvöldið og það verður bara að segjast eins og er að hún smakkast bara vel" sagði Kjartan Einarsson og lét vel af flundrunni. Flundra er ekki velkomin í vötn og ár landsins þar sem hún étur hrogn og seiði svo þessi veiði hjá þeim félögum hefur skilað meiru en góðum grillmat heldur grisjað aðeins um það magn af flundru sem oft liggur neðarlega í Hraunsfirði. Það tók ekki langan tíma á netinu til að sjá að flundra er víða talin til hefðarmatar og dýr sem slík svo það má þá kannski bara hvetja veiðimenn sem eiga leið um vatnið að taka með sér maðk og sökku, veiða nokkrar flundrur á grillið og þar með grisja aðeins í vatninu. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði
Þeir sem hafa veitt í Hraunsfirði þekkja vel til flundrunnar enda getur verið mikið af henni við útfallið og flestum veiðimönnum finnst það lítið spennandi. Við fengum þó smá skeyti frá tveimur veiðimönnum sem kíktu í Hraunsfjörð á sunnudaginn og þrátt fyrir góða ástundun gekk þeim ekki vel að ná í bleikju en hún var að sögn mjög langt úti og greinilega í nægu æti. "Við ákváðum þegar við vorum búnir að berja vel og lengi með flugunni að kíkja við stíflu og settum maðk á sökku til að sj´hvort við næðum bleikju þannig en það fór nú ekki alveg eins og við reiknuðum með. Við fengum enga bleikju en aftur á móti átta flundrur sem við skelltum á grillið um kvöldið og það verður bara að segjast eins og er að hún smakkast bara vel" sagði Kjartan Einarsson og lét vel af flundrunni. Flundra er ekki velkomin í vötn og ár landsins þar sem hún étur hrogn og seiði svo þessi veiði hjá þeim félögum hefur skilað meiru en góðum grillmat heldur grisjað aðeins um það magn af flundru sem oft liggur neðarlega í Hraunsfirði. Það tók ekki langan tíma á netinu til að sjá að flundra er víða talin til hefðarmatar og dýr sem slík svo það má þá kannski bara hvetja veiðimenn sem eiga leið um vatnið að taka með sér maðk og sökku, veiða nokkrar flundrur á grillið og þar með grisja aðeins í vatninu.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði