Ford Mustang er mest seldi sportbíllinn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 10:14 Ford Mustang að brenna gúmmíi. Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent
Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent