Kjörinn þingmaður degi eftir að hafa ráðist á blaðamann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 07:56 Gianforte er orðinn þingmaður Montanaríkis. vísir/afp Bandaríski repúblikaninn Greg Gianforte bar sigur úr býtum í aukakosningum um laust sæti Montana-ríkis í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Gianforte var í fyrradag ákærður fyrir að hafa ráðist á breskan blaðamann blaðsins The Guardian. Árásin átti sér stað inni á kosningaskrifstofu Gianforte þegar blaðamaðurinn, Ben Jacobs, hugðist taka við hann viðtal. Gianforte var ósáttur við spurningar Jacobs og greip um háls hans og skellti honum í gólfið. Þar er hann sagður hafa látið höggin dynja á honum. Gianforte hefur beðist afsökunar á atvikinu en í yfirlýsingu frá framboðinu segir að blaðamaðurinn hafi byrjað slagsmálin. Því hefur hins vegar verið vísað á bug af öðrum blaðamönnum sem urðu vitni að árásinni. „Ég gerði mistök í gærkvöldi, ég gerði eitthvað sem ég get ekki tekið til baka,“ segir Gianforte í yfirlýsingunni. „Ég er ekki stoltur af því sem gerðist. Ég hefði ekki átt að bregðast við með þessum hætti og ég biðst afsökunar.“ Þetta kom þó ekki að sök því Gianforte, sem er stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fór nokkuð örugglega með sigur af hólmi. Mótframbjóðandi hans, Rob Quist, hlaut 44 prósent atkvæða. Gianforte hefur verið ákærður og á yfir höfði sér allt að 500 dollara sekt, eða um 50 þúsund krónur, eða allt að sex mánaða fangelsisvist. Hér fyrir neðan má heyra hljóðupptöku sem blaðamaðurinn tók af atvikinu. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Bandaríski repúblikaninn Greg Gianforte bar sigur úr býtum í aukakosningum um laust sæti Montana-ríkis í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Gianforte var í fyrradag ákærður fyrir að hafa ráðist á breskan blaðamann blaðsins The Guardian. Árásin átti sér stað inni á kosningaskrifstofu Gianforte þegar blaðamaðurinn, Ben Jacobs, hugðist taka við hann viðtal. Gianforte var ósáttur við spurningar Jacobs og greip um háls hans og skellti honum í gólfið. Þar er hann sagður hafa látið höggin dynja á honum. Gianforte hefur beðist afsökunar á atvikinu en í yfirlýsingu frá framboðinu segir að blaðamaðurinn hafi byrjað slagsmálin. Því hefur hins vegar verið vísað á bug af öðrum blaðamönnum sem urðu vitni að árásinni. „Ég gerði mistök í gærkvöldi, ég gerði eitthvað sem ég get ekki tekið til baka,“ segir Gianforte í yfirlýsingunni. „Ég er ekki stoltur af því sem gerðist. Ég hefði ekki átt að bregðast við með þessum hætti og ég biðst afsökunar.“ Þetta kom þó ekki að sök því Gianforte, sem er stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fór nokkuð örugglega með sigur af hólmi. Mótframbjóðandi hans, Rob Quist, hlaut 44 prósent atkvæða. Gianforte hefur verið ákærður og á yfir höfði sér allt að 500 dollara sekt, eða um 50 þúsund krónur, eða allt að sex mánaða fangelsisvist. Hér fyrir neðan má heyra hljóðupptöku sem blaðamaðurinn tók af atvikinu.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira