Útvarpskona rekin fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 14:05 Katie Hopkins (til hægri) á haustþingi UKIP árið 2015. Vísir/Getty Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“ Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira