Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kappakstrinum í Mónakó.
Sebastian Vettel kom fyrstur í mark eftir að hafa stolið forystunni af liðsfélaga sínum Kimi Raikkonen í gegnum þjónustuhléin. Engin ógnaði Ferrari mönnum í dag.
Lewis Hamilton átti afleidda tímatöku og gat ekki gert mikið á þröngri brautinni til að laga stöðu sína en hafnaði þó í sjöunda sæti með sex stig. Pascal Wehrlein valt eftir samstuð við Jenson Button sem féll svo úr leik.
Ferrari stakk af í Mónakó | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Tengdar fréttir

Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun.

Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða
Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár.

Sebastian Vettel vann í Mónakó
Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull.

Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun
Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?