Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kappakstrinum í Mónakó.
Sebastian Vettel kom fyrstur í mark eftir að hafa stolið forystunni af liðsfélaga sínum Kimi Raikkonen í gegnum þjónustuhléin. Engin ógnaði Ferrari mönnum í dag.
Lewis Hamilton átti afleidda tímatöku og gat ekki gert mikið á þröngri brautinni til að laga stöðu sína en hafnaði þó í sjöunda sæti með sex stig. Pascal Wehrlein valt eftir samstuð við Jenson Button sem féll svo úr leik.

