Hummer enn framleiddur til útflutnings Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 10:00 Humvee C-Series eru enn framleiddir og seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent
General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent