Staða Snapchat sögð slæm Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 21:18 Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. Vísir/Getty Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt.Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York. Tap félagsins var meira en búist var við og þó voru tekjur félagsins einnig lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjurnar jukust um 286 prósent á þessum fyrsta fjórðungi ársins og voru nærri 150 milljónum dollara, sem var þó níu milljónum dollara minna en spár gerðu ráð fyrir.Snapchat er í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði.Instagram er með 400 milljón virka notendur á hverjum degi, en 200 þeirra horfa á Instagram Stories, sem er eftirlíking af aðal viðmóti Snapchat. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt.Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York. Tap félagsins var meira en búist var við og þó voru tekjur félagsins einnig lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjurnar jukust um 286 prósent á þessum fyrsta fjórðungi ársins og voru nærri 150 milljónum dollara, sem var þó níu milljónum dollara minna en spár gerðu ráð fyrir.Snapchat er í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði.Instagram er með 400 milljón virka notendur á hverjum degi, en 200 þeirra horfa á Instagram Stories, sem er eftirlíking af aðal viðmóti Snapchat.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira