Uppkaup eða viðgerðir 3,0 lítra dísilbíla VW í Bandaríkjunum kostar 128 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 15:41 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna 80.000 bíla fyrirtækisins sem eru með 3,0 lítra dísilvélar. Annaðhvort mun Volkswagen gera við eða kaupa til baka þessa bíla og mun það kosta Volkswagen 1,22 milljarða dollara, eða 128 milljarða króna. Af þessari upphæð mun Volkswagen greiða eigendum þessara bíla 327,5 milljónir dollara, en restin er í formi sektar vegna dísilvélasvindlsins sem einnig tengist þessari vélargerð, auk 2,0 lítra dísilvélanna sem áður hefur náðst samkomulag um og varðaði 475.000 bíla og kostaði Volkswagen 14,7 milljarða dollara. Þetta samkonulag nú var undirritað í San Francisco í vikunni. Það þýðir að eigendum bílanna verður greitt á bilinu 7.000 til 16.000 dollarar, eftir bílgerðum. Ef Volkswagen uppfyllir ekki það samkomulag sem gert var nú gæti það kostað fyrirtækið allt að 4,04 milljörðum dollara, svo það er eins gott fyrir Volkswagen að standa við þetta samkomulag. Samtals er kostnaður Volkswagen kominn uppí 25 milljarða dollara vegna þeirra bíla sem seldir voru þarlendis með svindlhugbúnaði. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Volkswagen hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna 80.000 bíla fyrirtækisins sem eru með 3,0 lítra dísilvélar. Annaðhvort mun Volkswagen gera við eða kaupa til baka þessa bíla og mun það kosta Volkswagen 1,22 milljarða dollara, eða 128 milljarða króna. Af þessari upphæð mun Volkswagen greiða eigendum þessara bíla 327,5 milljónir dollara, en restin er í formi sektar vegna dísilvélasvindlsins sem einnig tengist þessari vélargerð, auk 2,0 lítra dísilvélanna sem áður hefur náðst samkomulag um og varðaði 475.000 bíla og kostaði Volkswagen 14,7 milljarða dollara. Þetta samkonulag nú var undirritað í San Francisco í vikunni. Það þýðir að eigendum bílanna verður greitt á bilinu 7.000 til 16.000 dollarar, eftir bílgerðum. Ef Volkswagen uppfyllir ekki það samkomulag sem gert var nú gæti það kostað fyrirtækið allt að 4,04 milljörðum dollara, svo það er eins gott fyrir Volkswagen að standa við þetta samkomulag. Samtals er kostnaður Volkswagen kominn uppí 25 milljarða dollara vegna þeirra bíla sem seldir voru þarlendis með svindlhugbúnaði.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent