Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15
Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn