Handbolti

Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Úr leik Aftureldingar og ÍBV.
Úr leik Aftureldingar og ÍBV. vísir/ernir
Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna segir að það sé ekki rétt að ekki verði haldið lokahóf fyrir kvennaflokk í handbolta líkt og haldið var fyrir karlaflokk nú á dögunum.

Liðsmaður í kvennaflokki, Íris Kristín Smith, segir í samtali við Nútímann að ekki sé ætlunin að halda slíkt lokahóf fyrir meistaraflokk kvenna hjá félaginu og bendir á að hún hafi ekki fengið nein svör við fyrirspurn til formanns handknattleiksdeildar.

Í samtali við Vísi, segir Inga að lokahóf kvenna verði þrátt fyrir allt haldið en óljóst sé nákvæmlega hvenær.

Líklegast verði slíkt hóf haldið 24. maí á sama tíma og lokahóf HSÍ fer fram.

„Það er bara ekki rétt að það fari ekki fram. Bæði lið fara á lokahóf HSÍ sem er núna 24. maí. Það er ekkert kynjamisrétti hjá okkur sko.“

„Þeir voru bara með sína uppskeruhátíð sjálfir. Að sjálfsögðu verður lokahóf kvenna eins og fyrir karlana. Við erum bara ekki búin að setja dagsetningu á það, hvort sem það verður á þessu kvöldi eða hvað en það verður að sjálfsögðu.“

„Ég reikna nú með því að það verði á sama kvöldi og lokahóf HSÍ en eins og ég segi erum við ekki búin að ákveða það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×