Þeir sem vilja virða fyrir sér þá bíla sem bílasalan er að selja hverju sinni þurfa aðeins að velja númer bílsins sem berja á augum á snertiskjá og hann birtist á einni til tveimur mínútum. Eigandi bílasölunnar, sem fékk nafnið Autobahn Motors, sagði að ekki einungis hafi bílasalan þurft að rúma marga bíla á litlu rými og því byggð á hæðina, heldur var einnig meiningin að vera frumlegur og uppfinningasamur við smíði hennar.
Það virðist hafa tekist í þessu tilfelli, því hún hefur nú þegar vakið mikla athygli þó engum sögum fari af sölunni hingað til. Meðfylgjandi myndskeið sýnir best virkni bílasölunnar óvenjulegu.

