Halldór: Valsmenn komast upp með hreint út sagt endalausar sóknir Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. maí 2017 22:32 Halldór var ósáttur með margt í leik FH í kvöld. vísir/eyþór „Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni