SVFR heldur árlegan vorfagnað á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2017 08:51 Vorfagnaður SVFR er á laugardaginn kemur. Mynd: SVFR Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar og veiðimenn landsins fyrir allnokkru farnir út að sveifla stöngunum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður félögum og öllum veiðimönnum og veiðikonum á öllum aldri að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn 20. maí frá kl. 13 – 16. Dagskráin er glæsileg að vanda og það má sérstaklega benda á það sem Jóhannes Sturlaugsson gerir fyrir gesti en það er að veiða og merkja gönguseiði við teljarann stutt frá skrifstofum félagsins. Sérstaklega finnst yngri veiðimönnum gaman að sjá seiðin. Dagskráin er svohljóðandi:Kl. 13 – 16 – Snarkandi pylsur á grillinu og ískalt gos fyrir gesti (meðan birgðir endast).Kl. 14:00 – Kastkeppni á túninu. Valgarður Ragnarsson sölufulltrúi Loop á Íslandi fer yfir grundvallaratriði í fluguköstum og græjum. Veiðiflugur Langholtsvegi verða með græjurnar á staðnum. Viðstaddir geta síðan tekið þátt í kastkeppni. Keppt verður í karla og kvennaflokki.Kl. 13 – 16 – Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum sýnir gönguseiði og verður með fræðslu um lífríki Elliðaánna.Kl. 15:00 – Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó.Happdrætti – Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. Meðal vinninga eru stangir í opnun Elliðaánna!! Mest lesið Laugardalsá opnuð Veiði Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá Veiði
Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar og veiðimenn landsins fyrir allnokkru farnir út að sveifla stöngunum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður félögum og öllum veiðimönnum og veiðikonum á öllum aldri að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn 20. maí frá kl. 13 – 16. Dagskráin er glæsileg að vanda og það má sérstaklega benda á það sem Jóhannes Sturlaugsson gerir fyrir gesti en það er að veiða og merkja gönguseiði við teljarann stutt frá skrifstofum félagsins. Sérstaklega finnst yngri veiðimönnum gaman að sjá seiðin. Dagskráin er svohljóðandi:Kl. 13 – 16 – Snarkandi pylsur á grillinu og ískalt gos fyrir gesti (meðan birgðir endast).Kl. 14:00 – Kastkeppni á túninu. Valgarður Ragnarsson sölufulltrúi Loop á Íslandi fer yfir grundvallaratriði í fluguköstum og græjum. Veiðiflugur Langholtsvegi verða með græjurnar á staðnum. Viðstaddir geta síðan tekið þátt í kastkeppni. Keppt verður í karla og kvennaflokki.Kl. 13 – 16 – Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum sýnir gönguseiði og verður með fræðslu um lífríki Elliðaánna.Kl. 15:00 – Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó.Happdrætti – Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. Meðal vinninga eru stangir í opnun Elliðaánna!!
Mest lesið Laugardalsá opnuð Veiði Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá Veiði