Stjarnan gekk í dag frá samningum við tvo nýja leikmenn fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta.
Leikstjórnandinn Aron Dagur Pálsson og markvörðurinn Lárus Gunnarsson hafa báðir ákveðið að yfirgefa Gróttu og spila í Garðabænum á næsta tímabili.
Þetta er mikill missir fyrir Gróttuliðið, sem endaði einu sæti ofar en Stjarnan í Olís-deildinni í vetur.
Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig fyrir komandi leiktíð því á dögunum samdi félagið við landsliðsmanninn Bjarka Má Gunnarsson.
Aron Dagur Pálsson er 21 árs og hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. Hann skoraði 80 mörk í 23 leikjum með Gróttuliðinu í vetur eða 3,5 mörk að meðaltali í leik.
Lárus Gunnarsson stóð sig vel í marki Gróttu í vetur en hann mun nú berjast um byrjunarliðssætið við Sveinbjörn Pétursson sem var einn besti markvörður deildarinnar á tímabilinu.
Lárus og Sveinbjörn fá nýjan markmannsþjálfara því Björn Ingi Friðþjófsson, fyrrum HK-ingur, mun halda þeim á tánum á næsta tímabili en hann hefur ráðið sig sem markmannsþjálfara Stjörnuliðsins.
Tveir Gróttustrákar sömdu við Stjörnuna í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



