Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2017 06:30 Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason sækir að vörn FH en Arnar Freyr Ársælsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru til varnar. vísir/eyþór Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni