Tveir af efnilegustu handboltamönnum landsins fengu báðir 10 fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 10:00 FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir á Valsmanninn Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7 Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni