Rífandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 09:36 Bílasala er með ágætum á Spáni, sem og í öðrum Evrópulöndum. Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent