Volvo með smáa S20 og XC20 á prjónunum Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 14:30 Líða fer einnig að komu nýs Volvo 40. Nú þegar Volvo er að kynna nýja XC60 og XC40 bíla er Volvo einnig að huga að næstu nýju gerðum bíla fyrirtækisins. Líklegast er að þar muni fara tveir smáir bílar sem bæru stafina S20 og XC20, annar fólksbíll og hinn jepplingur. Þessir bílar verða kynntir eftir fáeins ár og hefur það verið staðfest hjá Volvo. Þessir S20 og XC20 bílar verða smæstu framleiðslubílar Volvo, en núna eru 40-bílar Volvo þær smæstu. Þessir S20 og XC20 bílar yrðu ætlaðir á alla helstu bílamarkaði heims, meðal annars í Bandaríkjunum. Volvo ætlar að minnsta kosti ekki í fyrstu að bjóða V20 langbaksgerð eða stallbak af 20-bílunum, hvað sem síðar verður. Helstu samkeppnisbílar S20 og XC20 yrðu bílar eins og BMW X1, Mercedes Benz GLA og Audi Q2 en allir falla þeir í lúxusbílaflokk. Nær öruggt má telja að Volvo muni bjóða S20 og XC20 sem tengiltvinnbíla og jafnvel rafmagnsbíla, auk bíla með hefðbundnum brunavélum. Volvo hefur engin áform um að bjóða nýja coupé eða blæjubíla, líkt og fyrirtækið var þekkt fyrir áður, en sala slíkra bíla hefur verið á undanhaldi í heiminum á síðustu misserum og Volvo ætlar ekki að leggja í fjárfestingar á þróun þessháttar bíla og tapa á því. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Nú þegar Volvo er að kynna nýja XC60 og XC40 bíla er Volvo einnig að huga að næstu nýju gerðum bíla fyrirtækisins. Líklegast er að þar muni fara tveir smáir bílar sem bæru stafina S20 og XC20, annar fólksbíll og hinn jepplingur. Þessir bílar verða kynntir eftir fáeins ár og hefur það verið staðfest hjá Volvo. Þessir S20 og XC20 bílar verða smæstu framleiðslubílar Volvo, en núna eru 40-bílar Volvo þær smæstu. Þessir S20 og XC20 bílar yrðu ætlaðir á alla helstu bílamarkaði heims, meðal annars í Bandaríkjunum. Volvo ætlar að minnsta kosti ekki í fyrstu að bjóða V20 langbaksgerð eða stallbak af 20-bílunum, hvað sem síðar verður. Helstu samkeppnisbílar S20 og XC20 yrðu bílar eins og BMW X1, Mercedes Benz GLA og Audi Q2 en allir falla þeir í lúxusbílaflokk. Nær öruggt má telja að Volvo muni bjóða S20 og XC20 sem tengiltvinnbíla og jafnvel rafmagnsbíla, auk bíla með hefðbundnum brunavélum. Volvo hefur engin áform um að bjóða nýja coupé eða blæjubíla, líkt og fyrirtækið var þekkt fyrir áður, en sala slíkra bíla hefur verið á undanhaldi í heiminum á síðustu misserum og Volvo ætlar ekki að leggja í fjárfestingar á þróun þessháttar bíla og tapa á því.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent