10% samdráttur í bílasölu í apríl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:07 Þó samdráttur hafi orðið í sölu bíla í apríl er aukningin á árinu 14,1%. Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent
Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent