Hærri oktantala bensíns í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 10:55 Hækkun oktantölu bensíns í Bandríkjunum en einsýn leið til umhverfisverndar. Oktantala bensíns í Bandaríkjunum er nú á bilinu 87 til 93 oktan og er því talsvert orkuminna en það bensín sem býðst hér á landi með allt að 98 oktana innihaldi. Nú standa yfir viðræður milli bílaframleiðenda og olíuframleiðenda í Bandaríkjunum að hækka oktantölu bensíns þar vestra og bæta með því verulega eyðslutölur bílaflotans. Orkuríkara bensín lækkar eðlilega eyðslu bíla og eykur einnig afl vélanna. Hægur leikur væri að lækka eyðslutölur bíla í Bandaríkjunum um 10% með því að færa oktantölu bensíns uppí 98 oktan, en það kostar fé sem velta verður til bíleigenda. Gallonið af bensíni gæti hækkað um 10 sent við slíka breytingu, en nokkru dýrara er að framleiða bensín með svo háa oktantölu. Svo mikið er til þess vinnandi að lækka eyðslu og mengun bíla í Bandaríkjunum að þessi aðgerð virðist nær óhjákvæmileg, en þá má einnig spyrja sig af hverju þetta hefur ekki verið gert fyrir löngu síðan. Síaukinn þrýstingur á lækkun eyðslu gæti þó hjálpað til að taka síðasta skrefið að þessari breytingu. Líklega er hækkun oktantölu bensíns ódýrasta leiðin til að minnka eyðslu bíla. Aðrar lausnir í formi betri þróunar á bílvélum skiptingum og loftflæði yrðu miklu dýrari. Ef olíuframleiðendur og bílaframleiðendur ná saman um að breyta bílvélum og hækka oktantöluna í t.d. 98 kæmi slíkt ekki til endanlegra framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi árið 2021. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Oktantala bensíns í Bandaríkjunum er nú á bilinu 87 til 93 oktan og er því talsvert orkuminna en það bensín sem býðst hér á landi með allt að 98 oktana innihaldi. Nú standa yfir viðræður milli bílaframleiðenda og olíuframleiðenda í Bandaríkjunum að hækka oktantölu bensíns þar vestra og bæta með því verulega eyðslutölur bílaflotans. Orkuríkara bensín lækkar eðlilega eyðslu bíla og eykur einnig afl vélanna. Hægur leikur væri að lækka eyðslutölur bíla í Bandaríkjunum um 10% með því að færa oktantölu bensíns uppí 98 oktan, en það kostar fé sem velta verður til bíleigenda. Gallonið af bensíni gæti hækkað um 10 sent við slíka breytingu, en nokkru dýrara er að framleiða bensín með svo háa oktantölu. Svo mikið er til þess vinnandi að lækka eyðslu og mengun bíla í Bandaríkjunum að þessi aðgerð virðist nær óhjákvæmileg, en þá má einnig spyrja sig af hverju þetta hefur ekki verið gert fyrir löngu síðan. Síaukinn þrýstingur á lækkun eyðslu gæti þó hjálpað til að taka síðasta skrefið að þessari breytingu. Líklega er hækkun oktantölu bensíns ódýrasta leiðin til að minnka eyðslu bíla. Aðrar lausnir í formi betri þróunar á bílvélum skiptingum og loftflæði yrðu miklu dýrari. Ef olíuframleiðendur og bílaframleiðendur ná saman um að breyta bílvélum og hækka oktantöluna í t.d. 98 kæmi slíkt ekki til endanlegra framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi árið 2021.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent