Sala jeppa, jepplinga og pallbíla 56% nýrra bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 16:22 Bílar eins og Nissan Qashqai eru mjög vinsælir þessa dagana. Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent