Afmælisútgáfa Sportveiðiblaðsins komin út Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2017 10:00 Í tilefni af 35 ára afmæli Sportveiðiblaðsins kom út í gær viðhafnarútgáfa af blaðinu sem er sem endra nær stútfullt af skemmtilegu lesefni fyrir veiðimenn. Meðal efnis í blaðinu er að finna viðtal við stórveiðibræðurna Aðalstein, Pétur og Þórð Péturssyni og einnig við Reimar Ásgeirsson uppstoppara, Bubba Morthens og Ingvi Hrafn sem kveður veiðiskapinn eftir áratuga samband við Langá á Mýrum. Einnig má finna í blaðinu skemmtilegar veiðistaðalýsingar á Grímsá, Ytri-Rangá og Skjálfandafljóti en lesendur taka þeim tveimur síðast nefndu líklega afskaplega vel því Ytri Rangá er eins og margir vita ein vinsælasta á landsins og Skjálfandafljót eitt af þeim svæðum sem fæstir líklega þekkja en er gífurlega skemmtilegt að veiða. Þeir sem eiga hálfa frystikistu af hreindýrahakki geta nýtt uppskrift Bjarka Gunnarssonar af hans eftirlætis hreindýraborgara og svo styttist hratt i að klak toppflugunnar og þá er ekki ónýtt að eiga eitthvað af flugunni Langskegg. Í Fluguhnýtingahorninu má finna þar uppskrift og mynd af upprunalegu útgáfunni frá höfundi, Erni Hjálmarssyni. Bjarni Júlíusson spáir í komandi laxveiðitímabil og fiskeldisfyrirtæki fá orð frá Oddi Hjaltasyni. Veiðivísir óskar aðstandendum Sportveiðiblaðsins til hamingju með 35 ára afmælið. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði
Í tilefni af 35 ára afmæli Sportveiðiblaðsins kom út í gær viðhafnarútgáfa af blaðinu sem er sem endra nær stútfullt af skemmtilegu lesefni fyrir veiðimenn. Meðal efnis í blaðinu er að finna viðtal við stórveiðibræðurna Aðalstein, Pétur og Þórð Péturssyni og einnig við Reimar Ásgeirsson uppstoppara, Bubba Morthens og Ingvi Hrafn sem kveður veiðiskapinn eftir áratuga samband við Langá á Mýrum. Einnig má finna í blaðinu skemmtilegar veiðistaðalýsingar á Grímsá, Ytri-Rangá og Skjálfandafljóti en lesendur taka þeim tveimur síðast nefndu líklega afskaplega vel því Ytri Rangá er eins og margir vita ein vinsælasta á landsins og Skjálfandafljót eitt af þeim svæðum sem fæstir líklega þekkja en er gífurlega skemmtilegt að veiða. Þeir sem eiga hálfa frystikistu af hreindýrahakki geta nýtt uppskrift Bjarka Gunnarssonar af hans eftirlætis hreindýraborgara og svo styttist hratt i að klak toppflugunnar og þá er ekki ónýtt að eiga eitthvað af flugunni Langskegg. Í Fluguhnýtingahorninu má finna þar uppskrift og mynd af upprunalegu útgáfunni frá höfundi, Erni Hjálmarssyni. Bjarni Júlíusson spáir í komandi laxveiðitímabil og fiskeldisfyrirtæki fá orð frá Oddi Hjaltasyni. Veiðivísir óskar aðstandendum Sportveiðiblaðsins til hamingju með 35 ára afmælið.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði