Gildi og algildi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Stefán Karlsson skrifaði hér grein í síðustu viku um „hatursorðræðu“ og „pólitískan rétttrúnað“ og segir í lok greinarinnar: „Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.“Eru það mannréttindi að hata fólk? Undir þessi grundvallarsjónarmið má taka – en árétta í framhaldinu að við eigum að gera greinarmun á einstaklingum og hugmyndafræði; við skulum draga allar hugmyndir í efa, ræða þær, skoða þær í krók og kring, gera gys að þeim ef við þurfum þess. Hugmyndir eru fagrar og ljótar, stórar og lítilfjörlegar, þær kunna að vera heilagar í augum einstaklinga og hópa sem myndast kringum þær, en í hinu stóra allsherjarsamhengi samfélagsins eru þær bara safn af litbrigðum marbreytilegs hugarfars á tímum fjölmenningar og sambýlis margvíslega þenkjandi einstaklinga með ólíkan bakgrunn sem ættu frekar að kinka kolli hver framan í annan en steyta hnefann. Bækur geyma ekki síðasta orðið um neitt. Ekki Kóran, Kommúnistaávarpið, Frelsið, Biblían, ekki einu sinni Landnáma. Í öllum þessum ritum kunna að vera voldugar hugmyndir sem hjálpa okkur í þeim margvíslega vanda að vera manneskja – en þar er ekki óskeikull bókstafur sem okkur beri að lúta. En mannréttindi eru algild eins og Stefán segir. Um leið og við höfum rétt – og nánast skyldu – til að draga hugmyndir í efa og finna á þeim brotalamir þá nær sá réttur ekki þar með til þess að við höfum leyfi til að veitast að öðru fólki vegna útlits þess, einkenna, venja eða trúarskoðana, og er í fullu gildi það sem okkur var kennt sem börnum: ekki benda á fólk, ekki stríða, ekki hlæja að öðrum … Hópfordæmingar eru stórhættuleg iðja, eins og ótal dæmi sanna. Þetta má svo sem kalla „rétttrúnað“. Hatur á fólki vegna stéttarstöðu, litarháttar, ætternis eða slíkra áskapaðra eiginleika er með öllu ólíðandi. Öll siðakerfi hafa reglur um þetta, og fólk sem telur sig kristið hlýtur að hafa sérstaklega í huga sögurnar um bersyndugu konuna og um faríseann og tollheimtumanninn, þar sem Kristur gerir gys að þeim sem hreykir sér við guð af meintum siðferðislegum yfirburðum: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og þessi tollheimtumaður,“ er ein af þessum íronísku setningum Krists þar sem hann tekur sér afdráttarlaust stöðu með þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu – mæta fordómum; já, verða fyrir „hatursorðræðu“. Stefán skrifar svolítið eins og það séu mikilsverð réttindi að fá að stunda „hatursorðræðu“ og að það sé „þöggun“ þegar amast er við henni. Samt erum við í rauninni bara að tala um þess háttar „sjálfsritskoðun“ sem við beitum okkur í dagsins önn þegar við látum ógert að segja hluti sem koma upp í hugann áður en við hugsum; neikvæðar hugsanir, niðurdrepandi, niðurrífandi, ljótar hugsanir og leiðinlegar sem virka á aðra eins og þegar einhver leysir fúlan vind í lyftu. Þetta snýst um mannasiði. Þetta snýst um okkur og okkar samfélag. Sjálfsvirðingu sína finnur maður ekki í niðurlægingu annarra.Talsmenn feðraveldis og kúgunar?Stefáni verður tíðrætt um forræðishyggju, þöggun og pólitískan rétttrúnað og einhverja valdhafa orðræðunnar sem lofsyngi kúgun og feðraveldi annarra menningarheima um leið og skotleyfi sé á vestræna menningararfleifð. Ég fylgist kannski illa með – en var einhver að bera blak af feðraveldi og kúgun? Sambýli fólks með ólík sjónarmið í farteskinu er ekki einfalt eða auðvelt og til lítils að innleiða boð og bönn. Það er ekki í anda okkar opna samfélags. Vestræn hugmyndahefð er raunar ekki algild fremur en önnur hugmyndakerfi – og vonandi ótakmörkuð skotleyfi þar. Almennt talað held ég hins vegar að flest fólk sé jafn lítið hrifið af hatursorðræðu og vindgangi í lyftu, ekki bara einhverjir ímyndaðir orðræðuvaldhafar. Þetta snýst um háttvísi, friðsamlega sambúð, tillitssemi og umburðarlyndi: allt eru þetta dyggðir. Gott ef ekki kristilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Stefán Karlsson skrifaði hér grein í síðustu viku um „hatursorðræðu“ og „pólitískan rétttrúnað“ og segir í lok greinarinnar: „Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.“Eru það mannréttindi að hata fólk? Undir þessi grundvallarsjónarmið má taka – en árétta í framhaldinu að við eigum að gera greinarmun á einstaklingum og hugmyndafræði; við skulum draga allar hugmyndir í efa, ræða þær, skoða þær í krók og kring, gera gys að þeim ef við þurfum þess. Hugmyndir eru fagrar og ljótar, stórar og lítilfjörlegar, þær kunna að vera heilagar í augum einstaklinga og hópa sem myndast kringum þær, en í hinu stóra allsherjarsamhengi samfélagsins eru þær bara safn af litbrigðum marbreytilegs hugarfars á tímum fjölmenningar og sambýlis margvíslega þenkjandi einstaklinga með ólíkan bakgrunn sem ættu frekar að kinka kolli hver framan í annan en steyta hnefann. Bækur geyma ekki síðasta orðið um neitt. Ekki Kóran, Kommúnistaávarpið, Frelsið, Biblían, ekki einu sinni Landnáma. Í öllum þessum ritum kunna að vera voldugar hugmyndir sem hjálpa okkur í þeim margvíslega vanda að vera manneskja – en þar er ekki óskeikull bókstafur sem okkur beri að lúta. En mannréttindi eru algild eins og Stefán segir. Um leið og við höfum rétt – og nánast skyldu – til að draga hugmyndir í efa og finna á þeim brotalamir þá nær sá réttur ekki þar með til þess að við höfum leyfi til að veitast að öðru fólki vegna útlits þess, einkenna, venja eða trúarskoðana, og er í fullu gildi það sem okkur var kennt sem börnum: ekki benda á fólk, ekki stríða, ekki hlæja að öðrum … Hópfordæmingar eru stórhættuleg iðja, eins og ótal dæmi sanna. Þetta má svo sem kalla „rétttrúnað“. Hatur á fólki vegna stéttarstöðu, litarháttar, ætternis eða slíkra áskapaðra eiginleika er með öllu ólíðandi. Öll siðakerfi hafa reglur um þetta, og fólk sem telur sig kristið hlýtur að hafa sérstaklega í huga sögurnar um bersyndugu konuna og um faríseann og tollheimtumanninn, þar sem Kristur gerir gys að þeim sem hreykir sér við guð af meintum siðferðislegum yfirburðum: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og þessi tollheimtumaður,“ er ein af þessum íronísku setningum Krists þar sem hann tekur sér afdráttarlaust stöðu með þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu – mæta fordómum; já, verða fyrir „hatursorðræðu“. Stefán skrifar svolítið eins og það séu mikilsverð réttindi að fá að stunda „hatursorðræðu“ og að það sé „þöggun“ þegar amast er við henni. Samt erum við í rauninni bara að tala um þess háttar „sjálfsritskoðun“ sem við beitum okkur í dagsins önn þegar við látum ógert að segja hluti sem koma upp í hugann áður en við hugsum; neikvæðar hugsanir, niðurdrepandi, niðurrífandi, ljótar hugsanir og leiðinlegar sem virka á aðra eins og þegar einhver leysir fúlan vind í lyftu. Þetta snýst um mannasiði. Þetta snýst um okkur og okkar samfélag. Sjálfsvirðingu sína finnur maður ekki í niðurlægingu annarra.Talsmenn feðraveldis og kúgunar?Stefáni verður tíðrætt um forræðishyggju, þöggun og pólitískan rétttrúnað og einhverja valdhafa orðræðunnar sem lofsyngi kúgun og feðraveldi annarra menningarheima um leið og skotleyfi sé á vestræna menningararfleifð. Ég fylgist kannski illa með – en var einhver að bera blak af feðraveldi og kúgun? Sambýli fólks með ólík sjónarmið í farteskinu er ekki einfalt eða auðvelt og til lítils að innleiða boð og bönn. Það er ekki í anda okkar opna samfélags. Vestræn hugmyndahefð er raunar ekki algild fremur en önnur hugmyndakerfi – og vonandi ótakmörkuð skotleyfi þar. Almennt talað held ég hins vegar að flest fólk sé jafn lítið hrifið af hatursorðræðu og vindgangi í lyftu, ekki bara einhverjir ímyndaðir orðræðuvaldhafar. Þetta snýst um háttvísi, friðsamlega sambúð, tillitssemi og umburðarlyndi: allt eru þetta dyggðir. Gott ef ekki kristilegar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun