Þar sést að efstur á listanum trónir Ford Expedition, en 5,7% þeirra Expedition bíla sem enn eru á götunum í Bandaríkjunum hafa náð 200.000 mílna akstri. Næstur þar á eftir kemur Toyota Sequoia jeppinn, en 5,6% þeirra hafa náð þessari tölu. Af efstu 14 bílgerðunum eru 8 bandarískir jeppar og pallbílar, 4 bílar frá Toyota og 2 frá Honda.
Enginn evrópskur bíll nær inná þennan lista og enginn þessara efstu 14 bíla teljast í lúxusbílaflokki. Það er því ekki endilega svo sterk tengsl milli kaupverðs og endingartíma og styrks. Listi efstu 14 bílanna lítur annars svona út:
- Ford Expedition 5,7%
- Toyota Sequoia 5,6%
- Chevrolet Suburban 4,8%
- Toyota 4Runner 4,7%
- GMC Yukon XL 4,2%
- Chevrolet Tahoe 3,5%
- GMC Yukon 3,0%
- Toyota Avalon 2,6%
- Toyota Tacoma 2,5%
- Honda Accord 2,3%
- Honda Odyssey 2,3%
- Chevrolet Silverado 2,2%
- Ford F-150 2,1%
- GMC Sierra 2,0%