Tíunda kynslóð Honda Civic mætt Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 09:23 Tíunda kynslóð Honda Civic. Tíunda kynslóð Honda Civic var frumsýnd hjá Honda umboðinu í Vatnagörðum um helgina. Honda Civic hefur löngum verið þekktur sem kraftmesti bíllinn í sínum flokki og nýjasta útgáfan sem verður frumsýnd var á laugardaginn heldur í þá hefð og gott betur. Allar umsagnir og úttektir erlendis eru á sama veg, hér er á ferðinni einn öflugasti bíll sinnar tegundar sem fram hefur komið í langan tíma og verður enginn aðdáandi Honda Civic svikinn af þessum frábæra bíl. Í kjölfar bílasýningarinnar í Genf setti sportútgáfan Honda Civic Type R, brautarmet á Nürburgring-brautinni í flokki framhjóladrifinna bíla þegar hann fór hringinn á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Áætlað er að sú útgáfa komi á götuna seinni part sumars. Honda Civic endurspeglar sköpunargáfu hönnuða og verkfræðinga Honda auk þeirrar fullkomnunar í tækni sem þeir hafa sífellt að leiðarljósi. Þrátt fyrir kraftinn er Civic sparneytinn bíll þar sem hægt er að velja á milli tveggja VTEC turbo Earth Dream véla, 129 hestafla eða 182 hestafla. Bíllinn er léttur í akstri, einstaklega rúmgóður með sérstaklega rausnarlegt fótapláss. Að auki virðist sem skottið nánast stækki í takt við fjölda farþega, en Honda hefur lagt mikinn metnað í að hafa farangursrými Civic rúmgóð og aðgengileg. Civic hefur komið gríðarlega vel út úr öryggisprófunum og hlaut til að mynda fimm stjörnur í alhliða prófunum NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration). Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent
Tíunda kynslóð Honda Civic var frumsýnd hjá Honda umboðinu í Vatnagörðum um helgina. Honda Civic hefur löngum verið þekktur sem kraftmesti bíllinn í sínum flokki og nýjasta útgáfan sem verður frumsýnd var á laugardaginn heldur í þá hefð og gott betur. Allar umsagnir og úttektir erlendis eru á sama veg, hér er á ferðinni einn öflugasti bíll sinnar tegundar sem fram hefur komið í langan tíma og verður enginn aðdáandi Honda Civic svikinn af þessum frábæra bíl. Í kjölfar bílasýningarinnar í Genf setti sportútgáfan Honda Civic Type R, brautarmet á Nürburgring-brautinni í flokki framhjóladrifinna bíla þegar hann fór hringinn á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Áætlað er að sú útgáfa komi á götuna seinni part sumars. Honda Civic endurspeglar sköpunargáfu hönnuða og verkfræðinga Honda auk þeirrar fullkomnunar í tækni sem þeir hafa sífellt að leiðarljósi. Þrátt fyrir kraftinn er Civic sparneytinn bíll þar sem hægt er að velja á milli tveggja VTEC turbo Earth Dream véla, 129 hestafla eða 182 hestafla. Bíllinn er léttur í akstri, einstaklega rúmgóður með sérstaklega rausnarlegt fótapláss. Að auki virðist sem skottið nánast stækki í takt við fjölda farþega, en Honda hefur lagt mikinn metnað í að hafa farangursrými Civic rúmgóð og aðgengileg. Civic hefur komið gríðarlega vel út úr öryggisprófunum og hlaut til að mynda fimm stjörnur í alhliða prófunum NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration).
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent