Lancia fæst nú aðeins á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 10:14 Lancia Ypsilon. Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent