Trump-áhrifin jákvæð á fjármálakerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Donald Trump hefur lofað skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. NordicPhotos/AFP Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira