Lionel Messi tryggði Barcelona sigur á erkifjendunum í Real Madrid með ótrúlegu flautumarki. Lokatölur 2-3, Barcelona í vil.
Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og innihélt fimm mörk og rautt spjald.
Casemiro kom Real Madrid yfir á 28. mínútu en Messi jafnaði metin fimm mínútum síðar.
Staðan var jöfn í hálfleik en Ivan Rakitic kom Börsungum yfir með glæsilegu marki á 73. mínútu. Nokkrum mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Messi.
Varamaðurinn James Rodríguez jafnaði metin á 82. mínútu en Messi átti síðasta orðið.
Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Sergi Roberto magnaðan sprett upp völlinn, lagði boltann á Jordi Alba sem sendi hann út í teiginn á Messi sem skoraði framhjá Keylor Navas í marki Real Madrid. Þetta reyndist síðasta spyrna leiksins.
Ótrúlegur endir á mögnuðum leik. Þetta var 500. mark Messis fyrir Barcelona og það gat ekki komið á betri tíma.
Mörkin úr þessum magnaða leik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Harðar Magnússonar.
Sjáðu magnað flautumark Messi í El Clásico í lýsingu Hödda Magg | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið



Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn
