GM rekur alla 2.700 starfsmenn ríkisyfirtekinnar verksmiðju í Venesúela Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 10:51 Lok, lok og læs í verksmiðju GM í Vensúela. Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður
Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður