„Hvað ertu að læra?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun