Háværara tuð með hækkandi sól Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun