Veiði hefst að nýju eftir 3 ára friðun Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2017 09:24 Selá í Álftafirði Mynd: www.veidistadir.is Selá í Álftafirði er lítil og nett á sem líklega fáir hafa veitt en áin er skemmtilega nett tveggja stanga á. Veiði í ánni var ekki mikil og fréttir af veiði úr henni voru stopular svo það er erfitt að segja hvernig göngur voru í hana en ástandið var engu að síður þannig að ákveðið var að friða ánna í þrjú ár. Þessari friðun verður að hluta aflétt í sumar en seld verða 8 holl í Selá og aðeins verður leyft að nota flugu og öllum laxi skal sleppt aftur. Samkvæmt upplýsingum frá leigutaka verða leyfin seld ódýr eða á 30.000 kr dagurinn á stöngina sem verður að teljast með því lægsta sem sést fyrir laxveiðileyfi. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu því ef þetta tekst vel má yfirfæra þetta yfir á fleiri ár þar sem stofninn í ánni er lítil og viðkvæmur og það er ekki mikið mál fyrir góða veiðimenn að veiða þá laxa sem í hana ganga á til þess að gera stuttum tíma. Það eru nefnilega nokkrar litlar ár sem eru hætt komnar vegna laxleysis og þar þarf annað hvort að setja á sleppiskyldu, eins að heimila aðeins veiði á flugu eða friða ánna á meðan hún fær að jafna sig. Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Sækir sér í soðið í Elliðavatn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði
Selá í Álftafirði er lítil og nett á sem líklega fáir hafa veitt en áin er skemmtilega nett tveggja stanga á. Veiði í ánni var ekki mikil og fréttir af veiði úr henni voru stopular svo það er erfitt að segja hvernig göngur voru í hana en ástandið var engu að síður þannig að ákveðið var að friða ánna í þrjú ár. Þessari friðun verður að hluta aflétt í sumar en seld verða 8 holl í Selá og aðeins verður leyft að nota flugu og öllum laxi skal sleppt aftur. Samkvæmt upplýsingum frá leigutaka verða leyfin seld ódýr eða á 30.000 kr dagurinn á stöngina sem verður að teljast með því lægsta sem sést fyrir laxveiðileyfi. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu því ef þetta tekst vel má yfirfæra þetta yfir á fleiri ár þar sem stofninn í ánni er lítil og viðkvæmur og það er ekki mikið mál fyrir góða veiðimenn að veiða þá laxa sem í hana ganga á til þess að gera stuttum tíma. Það eru nefnilega nokkrar litlar ár sem eru hætt komnar vegna laxleysis og þar þarf annað hvort að setja á sleppiskyldu, eins að heimila aðeins veiði á flugu eða friða ánna á meðan hún fær að jafna sig.
Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Sækir sér í soðið í Elliðavatn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði