Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrt Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:08 Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni