Volvo, Fiat, Nissan og PSA skrópa á bílasýninguna í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 09:19 Frá bílasýningunni í Frankfurt. Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent