Tesla slær við markaðsvirði General Motors Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 16:08 Tesla Model S bílar í röðum. Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent