Veiðihúsið við Bíldsfell tekið í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2017 09:31 Veiðihúsið við Bíldsfell hefur fengið hressilega yfirhalningu. Mynd: SVFR Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði