Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2017 14:00 Fernando Alonso dreymir um þrefalda krúnu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45
Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29