Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2017 14:00 Fernando Alonso dreymir um þrefalda krúnu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45
Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29