Spáir ÍBV og Haukum áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 06:00 Eyjamaðurinn og fyrrum Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins. vísir/anton ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út. Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út.
Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira