Fyrsta lota
Einungis Mercedes menn og Sebastian Vettel komust í gegnum fyrstu lotuna án þess að nota ofur-mjúk dekk.
Í fyrstu lotu duttu út; Kevin Magnussen á Haas, Marcus Ericsson á Sauber, Sergio Perez á Force India, Stoffel Vandoorne á McLaren og Carlos Sainz á Toro Rosso sem missti vélarafl í lokatilraun sinni til að komast áfram í aðra lotu. Sainz var alls ekki sáttur við það að detta út.
Pascal Wehrlein sem hefur ekki tekið þátt í tímatöku áður fyrir Sauber vegna meiðsla sló liðsfélagasínum, Ericsson við. Wehrlein komst í aðra lotu.

Ökumenn fóru af stað í þriðju lotuna á ofur-mjúkum dekkjum og bilið á milli Mercedes-, Ferrari og Red Bull manna var innan við sekúnda.
Fernando Alonso komst í aðra lotu tímatökunnar en hann tók ekki þátt í henni. McLaren-Honda bíllinn bilaði og liðinu tókst ekki að gera við bílinn í tæka tíð.
Í annarri lotu féllu út; Alonso á McLaren, Pascal Wehrlein á Sauber, Esteban Ocon á Force India, Lance Stroll á Williams og Daniil Kvyat á Toro Rosso.
Þriðja lota
Allir sex ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull áttu möguleika miðað við hraðann í annarri lotu. Þriðja lotan hafði því allt til brunns að bera til að vera einkar spennandi.
Eftir fyrstu tilraun toppmanna í þriðju lotu var Hamilton efstur með 0,052 sekúndur í forskot á Valtteri Bottas.
Bottas stal svo ráspólnum af Hamilton sem gerði mistök í sinni síðustu tilraun í lotunni. Munurinn var 0,023 sekúndur Bottas í vil.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.