Arnar: Hörmulegt fyrir okkur Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:38 Arnar og félagar eru úr leik. vísir/anton Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn