Ný Micra kynnt á laugardag hjá BL 19. apríl 2017 15:53 Óþekkjanleg Micra frá fyrri gerð og miklu fallegri. Auk þess hlaðin búnaði. Nýr og gjörbreyttur Nissan Micra verður kynntur formlega hjá BL á laugardag milli kl. 12 og 16. Nýi var sérstaklega hannaður með þarfir Evrópubúa í huga ólíkt fyrri gerðum sem einnig voru ætlaðar Asíumörkuðum og aðallega framleiddar í Japan þar sem yfir sjö milljónir eintaka hafa verið framleiddar frá árinu 1983. Evrópuhönnun og –framleiðsla á Micra gerir að verkum að nýi bíllinn er óþekkjanlegur frá fyrri gerðum enda fóru hönnuðirnir slíkum höndum um bílinn utan og innan að hann á fátt eða ekkert sameiginlegt með fyrirrennurum sínum. Hins vegar leynir ættarsvipurinn sér ekki með öðrum nýjum bílum frá Nissan, hvort sem litið er til Pulsar, X-Trail eða mest selda og vinsælasta bíl Nissan, sportjeppans Qashqai.Fjölmargar samsetningar í boðiYtra yfirbragð er í senn sérkennandi og sportlegt þar sem öll hlutföll eru eins og best verður á kosið enda er nýi bíllinn bæði stærri og breiðari en fyrri gerðir. Nissan hefur búið Micra ýmsum tæknilausnum sem auka í senn aksturseiginleika, -ánægju og öryggi ökumanns og farþega. Auk þess veitir Nissan kaupendum Micra nú mjög fjölbreytta möguleika til að hanna samsetningu bílsins í samræmi við eigin smekk, bæði í ytri litasamsetningum og samsetningum farþegarýmis auk þess sem mjög fjölbreytt úrval aukahluta er í boði eins og hægt er að kynna sér nánar í sérstökum bæklingi hjá BL.Vél, búnaður og verðBL býður Micra í tveimur meginútfærslum þar sem í báðum tilfellum má velja um 900cc 90 hestafla bensínvél eða 1500cc 90 hestafla dísilvél, í báðum tilfellum við beinskiptan gírkassa. Hins vegar er hægt að velja um þrjár útbúnaðargerðir, grunngerðina Visia+, miðgerðina Acenta og loks Tekna sem er sú gerð sem best er búin frá framleiðanda. Grunngerðin Visia+ með 900cc, 90 hestafla bensínvélinni kostar kr. 2.190.000. Meðal staðalbúnaðar eru Led-dagljósabúnaður og Halogenaðalljós, viðvörunarkerfi um loftþrýsting í dekkjum, loftkæling, hámarkshraðastilling og neyðarhemlun. Dýrasta útgáfan, Tekna með 1500cc 90 hestafla dísilvélinni kostar kr. 2.890.000. Í þeirri útgáfu er staðalbúnaður mun meiri en í grunngerðinni, m.a. 17“ álfelgur í stað 15” stálfelga, lykillaust aðgengi, bakkmyndavél með bakkskynjurum og fjórum myndavélum sem bjóða upp a 360° útsýni yfir umhverfi bílsins. Þá er Tekna einnig búinn regnskynjara, sjálfvirkri hæðarstillingu á aðalljósum, rafdrifinni aðfellingu útispegla, dökkum afturrúðum, Nissan connect 7“ snertiskjá sem samþættist snjallsímum. Síðast en ekki síst er vert að nefa hljóðkerfið í Micra Tekna sem er frá Bose og búið sex hátölurum sem mynda 360° víðóm í farþegarýminu. Hljóðkerfið í Micra var hið fyrsta sem Bose hannaði sérstaklega í smábíl. Það er búið sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™-hátölurum sem staðsettir eru í höfuðpúða ökumanns. Að lokum má nefna að Tekna er búinn svokölluðum Safety Shield öryggisskyldi frá Nissan sem inniheldur akreinavara, blindhornsaðvörun og nálgunarviðvörum með umhverfisskynjun allan hringinn.Mjög laglegur bíll að innan og með flottan aðgerðaskjá fyrir miðju mælaborðsins. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent
Nýr og gjörbreyttur Nissan Micra verður kynntur formlega hjá BL á laugardag milli kl. 12 og 16. Nýi var sérstaklega hannaður með þarfir Evrópubúa í huga ólíkt fyrri gerðum sem einnig voru ætlaðar Asíumörkuðum og aðallega framleiddar í Japan þar sem yfir sjö milljónir eintaka hafa verið framleiddar frá árinu 1983. Evrópuhönnun og –framleiðsla á Micra gerir að verkum að nýi bíllinn er óþekkjanlegur frá fyrri gerðum enda fóru hönnuðirnir slíkum höndum um bílinn utan og innan að hann á fátt eða ekkert sameiginlegt með fyrirrennurum sínum. Hins vegar leynir ættarsvipurinn sér ekki með öðrum nýjum bílum frá Nissan, hvort sem litið er til Pulsar, X-Trail eða mest selda og vinsælasta bíl Nissan, sportjeppans Qashqai.Fjölmargar samsetningar í boðiYtra yfirbragð er í senn sérkennandi og sportlegt þar sem öll hlutföll eru eins og best verður á kosið enda er nýi bíllinn bæði stærri og breiðari en fyrri gerðir. Nissan hefur búið Micra ýmsum tæknilausnum sem auka í senn aksturseiginleika, -ánægju og öryggi ökumanns og farþega. Auk þess veitir Nissan kaupendum Micra nú mjög fjölbreytta möguleika til að hanna samsetningu bílsins í samræmi við eigin smekk, bæði í ytri litasamsetningum og samsetningum farþegarýmis auk þess sem mjög fjölbreytt úrval aukahluta er í boði eins og hægt er að kynna sér nánar í sérstökum bæklingi hjá BL.Vél, búnaður og verðBL býður Micra í tveimur meginútfærslum þar sem í báðum tilfellum má velja um 900cc 90 hestafla bensínvél eða 1500cc 90 hestafla dísilvél, í báðum tilfellum við beinskiptan gírkassa. Hins vegar er hægt að velja um þrjár útbúnaðargerðir, grunngerðina Visia+, miðgerðina Acenta og loks Tekna sem er sú gerð sem best er búin frá framleiðanda. Grunngerðin Visia+ með 900cc, 90 hestafla bensínvélinni kostar kr. 2.190.000. Meðal staðalbúnaðar eru Led-dagljósabúnaður og Halogenaðalljós, viðvörunarkerfi um loftþrýsting í dekkjum, loftkæling, hámarkshraðastilling og neyðarhemlun. Dýrasta útgáfan, Tekna með 1500cc 90 hestafla dísilvélinni kostar kr. 2.890.000. Í þeirri útgáfu er staðalbúnaður mun meiri en í grunngerðinni, m.a. 17“ álfelgur í stað 15” stálfelga, lykillaust aðgengi, bakkmyndavél með bakkskynjurum og fjórum myndavélum sem bjóða upp a 360° útsýni yfir umhverfi bílsins. Þá er Tekna einnig búinn regnskynjara, sjálfvirkri hæðarstillingu á aðalljósum, rafdrifinni aðfellingu útispegla, dökkum afturrúðum, Nissan connect 7“ snertiskjá sem samþættist snjallsímum. Síðast en ekki síst er vert að nefa hljóðkerfið í Micra Tekna sem er frá Bose og búið sex hátölurum sem mynda 360° víðóm í farþegarýminu. Hljóðkerfið í Micra var hið fyrsta sem Bose hannaði sérstaklega í smábíl. Það er búið sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™-hátölurum sem staðsettir eru í höfuðpúða ökumanns. Að lokum má nefna að Tekna er búinn svokölluðum Safety Shield öryggisskyldi frá Nissan sem inniheldur akreinavara, blindhornsaðvörun og nálgunarviðvörum með umhverfisskynjun allan hringinn.Mjög laglegur bíll að innan og með flottan aðgerðaskjá fyrir miðju mælaborðsins.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent