Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2017 12:56 Mynd: Veiðikortið Fyrsti dagurinn á veiðitímabilinu rann upp í gær og það voru margir veiðimenn komnir af stað í morgun á veiðislóð. Eitt af þeim vötnum sem opnar snemma er Vífilstaðavatn og þar var nokkuð fjölmennt í gærmorgun. Fyrstu veiðimennirnir voru mættir fljótlega upp úr klukkan sjö og á suðurbakkanum var nokkuð þétt staðið hluta úr degi. Það fór þó ekki mörgum fregnum af aflabrögðum en við höfum ekki frétt af nema einni bleikju sem kom á færið hjá veiðimanni seinni partinn í gær og var það mjög dæmigerð pundsbleikja úr vatninu. Vífilstaðavatn er alltaf best í apríl og maí en veiðin dettur stundum mjög hratt niður í því um leið og vatnið hlýnar og sólskinsdögum fjölgar. Það má þó nefna að þrátt fyrir að bleikjan hafi ekki viljað taka flugurnar hjá veiðimönnum var hún þó klárlega í einhverju æti því vakir sáust af og til en á þessum tíma er hún þó mest að éta púpur og kuðung við botninn þannig að vænlegast til árangurs á þessum árstíma er að veiða á langa granna tauma við botninn og draga löturhægt inn. Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði
Fyrsti dagurinn á veiðitímabilinu rann upp í gær og það voru margir veiðimenn komnir af stað í morgun á veiðislóð. Eitt af þeim vötnum sem opnar snemma er Vífilstaðavatn og þar var nokkuð fjölmennt í gærmorgun. Fyrstu veiðimennirnir voru mættir fljótlega upp úr klukkan sjö og á suðurbakkanum var nokkuð þétt staðið hluta úr degi. Það fór þó ekki mörgum fregnum af aflabrögðum en við höfum ekki frétt af nema einni bleikju sem kom á færið hjá veiðimanni seinni partinn í gær og var það mjög dæmigerð pundsbleikja úr vatninu. Vífilstaðavatn er alltaf best í apríl og maí en veiðin dettur stundum mjög hratt niður í því um leið og vatnið hlýnar og sólskinsdögum fjölgar. Það má þó nefna að þrátt fyrir að bleikjan hafi ekki viljað taka flugurnar hjá veiðimönnum var hún þó klárlega í einhverju æti því vakir sáust af og til en á þessum tíma er hún þó mest að éta púpur og kuðung við botninn þannig að vænlegast til árangurs á þessum árstíma er að veiða á langa granna tauma við botninn og draga löturhægt inn.
Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði