Veður heldur leiðinlegt á veiðislóðum Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2017 15:21 Tómas Skúlason með vænan urriða úr Þingvallavatni í fyrra. Það er óhætt að segja að hið dæmigerða vorhret gangi nú yfir landið og þessi vika búin að vera ansi umhleypingasöm og það er ekkert betra framundan. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í bera sig frekar illa en mikið vatn er í flestum ánum fyrir austan og þá gengur á með snjókomu og rigningu með góðri blöndu af roki sem þykir seint líflegt til útivistar. Þegar þessum umhleypingum líkur á svo að skella í frost aftur á þá tekur við vesen sem er ansi leiðingjarnt en það er að banka frosið vatn úr lykkjunum. Þrátt fyrir þetta er nú ekki bilbug að finna því inná milli kemur alltaf smá ró í veðrið og þá er stokkið út og kastað eins og engin sé morgundagurinn. Sú opnun sem margir bíða eftir er opnun Þingvallavatns 20. apríl en þá fjölmenna veiðimenn við vatnið til að freista þess að ná í stóra urriða sem eru á sveimi við landgrunnið á þessum tíma. Það eru nokkrir aðilar sem hafa náð góðum tökum á því að finna urriðann við ströndina í Þjóðgarðinum og þegar gengið er á þessa veiðimenn segja þeir eiginlega allir það sama þegar spurt er hvað sé líklegast til árangurs en mikil ástundun spilar þar inní. Það eru oft ansi margar ferðirnar sem eru farnar upp að vatni áður en vel gengur en eins og þeir sem hafa glímt við tröllin í vatninu þekkja er sú bið bara svo vel þess virði. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Það er óhætt að segja að hið dæmigerða vorhret gangi nú yfir landið og þessi vika búin að vera ansi umhleypingasöm og það er ekkert betra framundan. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í bera sig frekar illa en mikið vatn er í flestum ánum fyrir austan og þá gengur á með snjókomu og rigningu með góðri blöndu af roki sem þykir seint líflegt til útivistar. Þegar þessum umhleypingum líkur á svo að skella í frost aftur á þá tekur við vesen sem er ansi leiðingjarnt en það er að banka frosið vatn úr lykkjunum. Þrátt fyrir þetta er nú ekki bilbug að finna því inná milli kemur alltaf smá ró í veðrið og þá er stokkið út og kastað eins og engin sé morgundagurinn. Sú opnun sem margir bíða eftir er opnun Þingvallavatns 20. apríl en þá fjölmenna veiðimenn við vatnið til að freista þess að ná í stóra urriða sem eru á sveimi við landgrunnið á þessum tíma. Það eru nokkrir aðilar sem hafa náð góðum tökum á því að finna urriðann við ströndina í Þjóðgarðinum og þegar gengið er á þessa veiðimenn segja þeir eiginlega allir það sama þegar spurt er hvað sé líklegast til árangurs en mikil ástundun spilar þar inní. Það eru oft ansi margar ferðirnar sem eru farnar upp að vatni áður en vel gengur en eins og þeir sem hafa glímt við tröllin í vatninu þekkja er sú bið bara svo vel þess virði.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði